Lögeign kynnir eignina Laugarbrekka 14, 640 Húsavík. Eign með góða tekjumöguleika.
Eignin Laugarbrekka 14 er einbýlishús á tveimur hæðum, samtals að stærð 165.6 fm. Búið er að útbúa tvær íbúðir í húsinu með að loka á milli hæða, en auðvelt að opna aftur þar sem stigi er enn til staðar. Auðvelt er því að hafa góðar leigutekjur af eigninni. Húsið er byggt árið 1945 úr steypu. Húsið stendur á íbúðarhúsalóð í miðri götunni og er samtals stærð lóðar 739,7 m2. Gott nýlegt bílastæði er fyrir framan eignina, og aðgengi að henni er gott þar sem allt er hellulegat eða steypt að húsi frá bílastæði.
Möguleiki er á að fá eignina með innbúi og yfirtaka leigusamning sé vilji fyrir því. Frekari lýsingEfri hæð er með aðalinngang í eignina og er þá komið inn í flísalagða forstofu. Beint fram frá inngangi er gangur og er þar hægt að labba til hægri inn í eldhús en á vinstri hönd er stofa. Hjónaherbergi og baðherbergi er svo innst á ganginu. Eldhús er með eldri innréttingu, sem er með góðu skápaplássi og borðkrók. Baðherbergi á gangi var gert upp fyrir nokkrum árum á smekklegan hátt og er þar sturtuinnrétting. Hjónaherbergi er innst á ganginum og er það rúmgott. Stofurnar eru tvær, en liggja saman þar sem búið er að stækka hurðargat svo þær fljóta saman í rúmgóðu rými. Búið er að stúka aðra stofuna á meðan þetta er notað sem tvær íbúðir. Í horni stofurnar er hringstigi niður á neðri hæð, sem er búið að setja hlera fyrir núna, en auðvelt er fjarlægja og gera þetta þannig aftur að einni eign.
Neðri hæð; Sérinngangur er frá hlið hússins. Þar er svo gangur þar sem eru tvo svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og forstofa. Úr forstofu er hægt að opna in í kalda geymslu sem er undir stiga. Búið er að útbúa eldhús úr rými sem áður var þvottahús og geymsla. Þar er því núna eldhúsinnrétting og gert er ráð fyrir þurrkara og þvottavél í því rými. Herbergin á hæðinni eru bæði rúmgóð og eru þau til móts við hvort annað. Baðherbergi er með sturtu, vask og salerni. Stofa er í miðrými hæðar og hringstigi enn þar sem hægt er að nota verði opnað á milli hæða.
EndurbæturFarið var í miklar framkvæmdir í kringum 1985 og var þá m.a. skipt um járn á þakinu. Þak hefur fengið gott viðhald, en ryð er komið í þakrennur á norðurhlið. Árið 2014-15 var farið í miklar framkvæmdir á neðri hæð og var hún þá opnuð til muna. Það var skipt um hurðar og hurðarop stækkuð. Farið var þá í allt gler á hæðinni og skipt um glugga eftir þörfum. Þá var einnig farið í lagnir á báður hæðum, þ.e. hita- og vatnslagnir. Farið var í framkvæmdir á baðherbergi á efri hæð árið 2021 og var þá skipt um öll tæki en eldri flísar látnar halda sér á baðkari og veggjum. Árið 2022 var skipt um gler og glugga eftir þörfum. Rafmagn var endurnýjað að stórum hluta árið 2022.
Lóð er stór og var gerð þar timburverönd í kringum 2014-15. Gerð var innkeyrsla í lóðina og var þá steypt bílastæði. Sumarið 2022 var svo farið í enn frekari framkvæmdir í garðinum þar sem grafið var fyrir nýju bílastæði, sett hitalögn og það steypt. Einnig var allur garður bakvið hús grafinn upp og farið í framkvæmdir þar.
Nýlega var svo farið í að gera séríbúð á neðri hæð og var þá sett upp eldhúsinnrétting og veggir teknir niður til að gera rýmið íbúðarvænna. Þá var einnig farið í framkvæmdir á gólfi í eldhúsrými.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson í síma 865-7430 eða í netfanginu
[email protected] eða Hinrik Lund lgf. í síma 835-0070 eða netfanginu
[email protected]Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á