Túngata 7, 640 Húsavík
49.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Tvíbýli
3 herb.
130 m2
49.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1961
Brunabótamat
60.400.000
Fasteignamat
38.600.000

Lögeign kynnir eignina Túngata 7, 640 Húsavík

Um er að ræða íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Eignin er samtals 130,6 M² og þar af er 21,2 M² bílskúr sem fylgir eigninni. Húsið er byggt úr steypu árið 1961 og hefur verið farið í talsvert af framkvæmdum M.a. gólfefni á stofu, svefnherbergjum og holi, málað að utan, þakjárn rennur og niðurföll og glerskipti. 
Nánari Lýsing: Forstofa, hol, stofa, 2 svefnherbergi, eldhús, búr og baðherbergi.

Forstofa: er með fataskáp og fatahengi, inn af forstofu tekur við parketlagt hol sem er í miðju íbúðarinnar. 
Stofa: nýlegt parket og 4 gluggar sem gefa stofunni góða birtu. Stofan nýtist bæði sem borðstofa og sjónvarpsstofa. 
2 Svefnherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott og með stórum fataskáp, svo er eitt aðeins minna svefnherbergi við hliðin á hjónaherberginu. Bæði svefnherbergin eru Vestan megin í íbúðinni. 
Eldhús: Er rúmgott, borðkrókur við hliðin á innréttingunni. Eldhúsinnréttingin er bæði með efri og neðri skápum og gott geymslupláss þar sem búr er við hliðin á eldhúsinu. Lúga upp á loft er í borðkróknum, hentar vel undir geymslu þar sem hellan er steypt, einnig er niðurgengt niður í þvottahús sem er í sameign. 
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf, sturtubaðkar, frístandandi wc, hvít vaskainnrétting með skápum og spegil. 
Bílskúr: er 21,2 M² með steyptu gólfi og bílskúrhurð. 
Að utan:  Malarbílastæði er framan við húsið 

Annað: 
-Þakjárn, rennur og niðurföll endurnýjað árið 2012
-Glerskipti um 2000
-Húsið málað að utan 2021
-nýleg gólfefni á stofu, holi, svefnherbergjum og eldhúsi.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] eða Hinrik Marel Jónasson Lund lgf, í síma 8350070 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.