Lögeign kynnir eignina Garðarsbraut 75, 640 Húsavík.Um er að ræða tveggja herbergja, 55,6 M² eign á efstu hæð í þriggja hæða fjöleignarhúsi. Húsið er byggt árið 1967 og er með þremur stigagöngum. Gott útsýni er úr eigninni og ágætis svalir. Nánari Lýsing: Forstofa, stofa, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi.íbúðin sjálf samanstendur af anddyri/hol, stofu, eldhús, herbergji og baðherbergi. Auk þess er sameiginleg aðstaða á jarðhæð þar sem m.a. er þvottaherbergi.
Eldhúsið er með svartri innréttingu bæði efri og neðri skápar og svo hvít bekkplata, bekkplatan er löng og þ.a.l með góðu bekkplássi. Baðherbergið hefur verið endurnýjað með fibo plötum á veggjum að hluta og svo flísar á gólfi, sturtubaðkar, wc og hvít vaskainnrétting. Stofan er björt og með útgengi út á svalir, búið er að gera herbergi úr hluta af stofunni sem er gluggalaust. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni sem er með glugga til vesturs og fataskáp.
Annað:
-Ekki er gert ráð fyrir þvottavél inn í íbúðinni en sameiginlegt þvottahús er á jarðhæð eignarinnar ásamt hjólageymslu.
- Eignaskiptayfirlýsing er til fyrir húsið.
Að utan: er aðgengi að eigninni gott, gróinn sameiginlegur garður er í kringum húsið, steyptur gangstígur er upp að húsinu og nýlega var bílaplanið malbikað.
-Árið 2018 var húsið málað að utan og þá var einnig farið í múrviðgerðir
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lfs. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] eða Hinrik Lund lfs. í síma 835-0070 eða netfanginu [email protected]Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á