Garðarsbraut 75, 640 Húsavík
29.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
73 m2
29.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1967
Brunabótamat
40.450.000
Fasteignamat
24.650.000

Lögeign kynnir eignina Garðarsbraut 75, 640 Húsavík, nánar tiltekið eign merkt 02-01.

Um er að ræða 73,3 M íbúð í þriggja hæða fjöleignarhúsi byggt árið 1967. Íbúðin er með flottu útsýni yfir kinnarfjöllin og flóann. sér geymsla á jarðhæð fylgir íbúðinni. 

Nánari lýsing:
 Forstofa, Tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og geymsla.
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp, inn af forstofu er bæði eldhús og stofa. 
Stofa: Er með parketi á gólfi og nokkuð rúmgóð, útgengt er út á V-svalir með góðu útsýni. 
Eldhús: Er með eldri innréttingu sem er bæði með efri og neðri skápum, inn af eldhúsi er lítið búr. Korkur á gólfi. 
Tvö svefnherbergi: Bæði svefnherbergin eru nokkuð rúmgóð, parket á gólfum og bæði með fataskápum. 
Baðherbergi: er á milli svefnherbergjana, flísalagt í hólf og gólf, sturtubaðkar, Wc, og hvít vaskainnrétting. 

Að utan: Gróinn sameignilegur garður er í kringum hús, steyptur gangstígur upp að eigninni og nýlegt malbikað bílaplan. 
Annað: 
-Árið 2018 var húsið málað að utan og þá var einnig farið í múrviðgerðir utan á húsinu. 
-Ekki er gert ráð fyrir þvottavél inn í íbúðinni en sameiginlegt þvottahús er á jarðhæð eignarinnar ásamt hjólageymslu. 
- Eignaskiptayfirlýsing er til fyrir húsið. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lfs. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] eða Hinrik Lund lfs. í síma 835-0070 eða netfanginu [email protected]


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.