Laugarholt 12, 640 Húsavík
50.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Tvíbýli
4 herb.
153 m2
50.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1976
Brunabótamat
62.840.000
Fasteignamat
46.600.000

Lögeign kynnir eignina Laugarholt 12, 640 Húsavík.
Um er að ræða mikið endurnýjaða fjögurra herbergja neðri hæð í tvíbýli með bílskúr, Samtals stærð eignar er 153,4 M² og þar af er bílskúrinn 32 M². Úr eigninni er fallegt útsýni yfir kinnarfjöllin og flóann. Húsið er byggt úr steypu árið 1976.

Nánari lýsing:
 Forstofa, Eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofa, þvottahús.
Forstofa:
komið er inn í parketlagða forstofu, inn af forstofu tekur við parketlagður gangur þar sem eru tvö svefnherbergi og þvottahús.
Eldhús: er með smekklegri hvítri innréttingu sem er bæði með efri og neðri skápum, innbyggð eldhústæki og tveir stórir gluggar auk útgengi út á timburverönd.
Þrjú svefnherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott og með fataherbergi, tvö minni svefnherbergi sem eru staðsett á gangi. 
Baðherbergi: Var endurnýjað á smekklegan hátt þar sem var flísalagt í hólf og gólf, stór flísalögð sturta með innbyggðum tækjum , vegghengd Wc, svört vaskainnrétting og handklæðaofn. 
Stofa: er staðsett inn af eldhúsinu, tveir stórir V gluggar. 
Þvottahús: Hvít bekkplata og gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara undir plötunni, hitaveitu grind ásamt varmaskipti er staðsett í þvottahúsinu. 

Að utan: er með grónum garði og timburverönd sem snýr í vestur. 
Bílskúr: stakstæður bílskúr er við hliðin á eigninni sem er 32M², Bílskúrshurð með fjarstýrðum opnara og hiti í innkeyrslu upp að bílskúr. 

Endurbætur: 
  • Húsið var klætt að utan árið 2018
  • Skipt út rofum og tenglum árið 2021
  • Húsið málað að utan árið 2022
  • Sett Vinylparket á íbúðina árið 2022
  • Ný eldhúsinnrétting frá Norðurvík og ný tæki árið 2022
  • Útidyrahurð og svalahurð endurnýjaðar árið 2024
  • Settur veggur inn í hjónaherbergi og nýjir fataskápar settir árið 2025


Nánari upplýsingar veita Hermann Aðalgeirsson í síma 865-7430 eðea netfanginu [email protected] og Hinrik Marel Jónasson Lund Löggiltur fasteignasali, í síma 835-0070 eða netfanginu [email protected].

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.