Garðarsbraut 15, 640 Húsavík
60.000.000 Kr.
Atvinnuhús
2 herb.
441 m2
60.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1952
Brunabótamat
169.690.000
Fasteignamat
46.200.000

Lögeign kynnir eignina Garðarsbraut 15, 640 Húsavík.

Starfrækt hefur verið Bakarí í eigninni í mörg ár og hentar húsið vel fyrir slíkan rekstur. Í húsinu er stór vinnslusalur og svo er afgreiðsla og veitingarsalur sem snýr að aðalumferðargötu Húsavíkur. Allt innbú sem er í eigninni við skoðun mun fylgja með við kaupin.

Eignin Garðarsbraut 15 er 441.3 fm að stærð. Eignin er í steinsteyptu húsi sem er byggt árið 1952 og 1963. Húsið er tvær hæðir með uppstóluðu þaki á steypta plötu. Þak er valma/risþak úr timbri. Lóð fyrir húsið er sameiginleg fyrir utan fimm sérafnotafleti. Lóðin er 1128,6 m2. leigulóð í eigu Norðurþings.


Nánari lýsing
Garðasbraut 15c F2152561 er verslunar og iðnaðarhúsnæði á 1. hæð og er birt stærð 441,3 m2. Þar af er frystiklefi sem tilheyrir eigninni að öllu leyti 19,8 m2. Bakarí hefur verið starfrækt í húsnæðinu í mörg ár og hentar húsnæðið vel undir slíkan rekstur. Eignin er vel staðsett miðsvæðis í bænum, við helstu göngu- og umferðargötu Húsavíkur. Aðgengi að húsnæðinu er því mjög gott. Aðalinngangur er í húsnæðið frá Garðarsbraut og er þá komið inn í verslunarrými sem er mjög snyrtilegt með nýlegu afgreiðsluborði og flísum á gólfi. Á vinstri hönd frá inngangi er svo hægt að ganga inn í veitingasal sem er parketlagður. Þar er sér rými fyrir barnahorn inn í einu hornherbergi, snyrting er svo bæði í veitingasal og við afgreiðslu. Stórir gluggar eru úr veitingasal og afgreiðslu sem snúa út á götu. 
Starfsmannaaðgangur og lager er með inngang frá Ketilsbraut. Vinnslusalur er stór og er þar mikill tækjabúnaður enda fer öll vinnsla tengd bakaríinu fram í salnum. Tveir stórir ofnar sem eru innangengnir eru í rýminu og annar stór ofn sem er frístandandi. Búið er að útbúa stórt vinnuborð með góðri vinnuaðstöðu. Innst í salnum næst Ketilsbraut er lager/geymsla og í horni er kaffiaðstaða starfsmanna. Næst afgreiðslurými er flíslögð aðstaða sem hentar vel fyrir starfsmenn sem eru að vinna í afgreiðslu og þar rétt við er svo skrifstofurými. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða í netfanginu [email protected] og Hinrik Lund lgf., í síma 835-0070 eða netfanginu [email protected].

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.