Lögeign kynnir eignina Höfði 20, 640 Húsavík
Eignin Höfði 20, jarðhæð er atvinnuhúsnæði að stærð 212.4 fm. Séraðkoma er að eigninni og er upphitað stórt plan sem er um 500 m2 með innkeyrslunni er fyrir framan eignina og nokkur bílastæði. Lóð fyrir framan eignina er stór og er auðvelt að nýta hana með öðrum hætti en nú er gert. Tvær inngangshurðir og þrjár iðnaðarhurðir sem eru ekki rafdrifnar eru í eigninni. Húsnæðið sjálft skiptist í einn stóran sal, og einn minni sal, verkstæði, salerni með sturtuaðstöðu, skrifstofu/kaffiaðstöðu, lagerherbergi, eldtrausta geymslu og eldhúskrók. Hitablásari og og útsogskerfi er í stóra salnum.
Lofthæð hússins er um 3,6 m en 3,1 við burðarbita. Húsið er þriggja hæða fjöleignarhús, byggt úr steypu árið 1969. Komið er að eigninni suð-vestan megin og eignin þar með séraðkomu. Á 2. og 3. hæð eru fimm íbúðir og er aðgengi að þeim austan megin. Búið er að skipta um þakjárn á húsinu og klæða og eignangra 2. og 3. hæð.
Búið er að fara í töluverðar framkvæmdir á eigninni á síðustu tveimur árum. Var þá öll eignin máluð að innan og gólfefni endurnýjað á næstum allri hæðinni. Loft voru klædd og lýsing endurnýjuð.
Að utan er búið að fara í múrviðgerðir á eigninni og hún málum í framhaldinu. Þá var sett upp Led lýsing með sjálfvirkjum birtuskynjara.
Nánari upplýsingar veita Hermann Aðalgeirsson lhg. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] og Hinrik Marel Jónasson Lund lgf. í síma 835-0070, tölvupóstur [email protected].Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á