Lögeign kynnir eignina Skólastígur 3, 640 Húsavík.
Skólastígur 3 er tveggja hæða einbýlishús byggt úr timbri árið 1895. Samtals stærð eignar er 252,2 M² og þar af er 37,6 M² bílskúr sem byggður var árið 1978. Eignin er staðsett við Grunnskólan og í göngufæri við alla helstu þjónustu.
Jarðhæð: Forstofa, stofa/sjónvarpsstofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús.
Forstofa: Komið er inn í teppalagða forstofu með fatahengi, inn af forstofu er eldhús.
Eldhús: er með parketi á gólfi og hvítri innréttingu með bæði efri og neðri skápum, beint á móti eldhúsinnréttingunni er borðkrókur.
Stofa: Er með parketi á gólfi og mjög rúmgóð, nýtist bæði sem borðstofa og sjónvarpsstofa.
Baðherbergi: er flísalagt og með hvítri innréttingu, sturtuklefa og frístandandi Wc.
Þvottahús: er með parketi á gólfi og tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Vegghengdar hillur á einum vegg.
Efri hæð: Hol og fjögur svefnherbergi. Hol: þegar komið er upp timburstigann er parketlagt hol þar sem gengið er inn í öll herbergin á hæðinni.
Fjögur svefnherbergi: þrjú rúmgóð svefnherbergi með nýlegu parketi og svo eitt minna svefnherbergi með útgengi út á svalir sem snúa í norður.
Bilskúr(37,6 M²): Búið er að innrétta bílskúrinn á smekklegan hátt í vinnustofu/skrifstofu, parketlagt gólf að hluta og stórir gluggar sem gefa rýminu góða birtu. Bílskúrinn er innangengur við eldhúsið og þar er gengið niður í rúmgóðan kjallara og yfir í bílskúr.
Kjallari: undir húsinu er steyptur kjallari sem býður upp á góða geymslu, kjallarinn er skiptur í 3 rými sem eru öll rúmgóð auk þess sem vatnsinntök eru staðsett í kjallaranum.
Að utan: í kringum hús er afgirtur garður og malarstæði framan við hús.
Annað: Staðsetning eignarinnar er góð, eignin er við skólalóðina og í göngufæri við alla helstu þjónustu
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] eða Hinrik Marel Jónasson Lund lgf, í síma 8350070 eða netfanginu [email protected]Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á