Stórigarður 11, 640 Húsavík
Tilboð
Fjölbýli
5 herb.
206 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1977
Brunabótamat
94.250.000
Fasteignamat
52.350.000

Lögeign kynnir eignina Stórigarður 11, 640 Húsavík.
Um er að ræða fimm herbergja eign á tveimur hæðum auk bílskúrs, samtals stærð eignar er 206,9 M² og þar af er bílskúrinn 44.7 M². Húsið er byggt úr steypu árið 1977 og staðsett miðsvæðis á húsavík og stutt í alla þjónustu svo sem grunnskóla, íþróttahöll, heilsugæslu og matvörubúð. 

Nánari lýsing:
Forstofa, þvottahús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi.
Jarðhæð:
komið er inn í rúmgóða flísalagða forstofu að vestan verður, inn af forstofu er þvottahús, hol og eitt svefnherbergi. 
Þvottahúsið er með hvítri innréttingu og tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara, á gólfi er málaður múr. 
Eitt svefnherbergi er á jarðhæð sem er parketlagt 
Holið er með sömu flísum og forstofan, í holinu er stigi upp á efri hæðina sem er einnig flísalagður.  
Efri hæð: 
Þegar komið er upp á efri hæðina tekur við rúmgott og bjart hol sem tengir saman hæðina.
Eldhúsið er stórt og með upprunalegri viðarinnréttingu og góðu bekkplássi, við endan á eldhúsi er borðkrókur. Búið er að taka niður veggin á milli eldhús og stofu og eftir er að ganga frá rafmagni sem var í veggnum. 
Stofan snýr til suðurs, útgengt er út á svalir úr stofunni. Eldhúsið og stofan eru saman í opnu rými sem gefur rýminu enn meiri birtu. 
Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni, hjónaherbergið er rúmgott og með fataherbergi inn af, auk þess sem útgengt er út á bílskúrsþakið. Barnaherbergin eru tvö og eitt þeirra með stórum fataskáp. 
Baðherbergið er með sturtu, baðkari, hvítri innréttingu og frístandandi Wc. ljósar flísar eru bæði á gólfum og veggjum. 
Bílskúr:
Stór bílskúr fylgir eigninni sem er austan megin við húsið, fyrir framan bílskúrinn er bílaplan sem tekur tvo bíla. Útgengt er úr skúrnum út í bakgarð.
Að utan:
Gróinn garður er aftan við húsið auk þess sem gróðurhús er í garðinum. Stór viðarpallur er bakvið bílskúrinn og upp á bílskúrnum eru miklir möguleikar til að útbúa sólbaðsaðstöðu og gera stiga niður á núverandi sólpall. 

Annað:
Allt gler var endurnýjað fyrir nokkrum árum 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] eða Hinrik Marel Jónasson Lund lgf, í síma 8350070 eða netfanginu [email protected].

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.