Laugarbrekka 3, 640 Húsavík
79.900.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
235 m2
79.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1952
Brunabótamat
88.960.000
Fasteignamat
45.200.000

Lögeign kynnir eignina Laugarbrekka 3, 640 Húsavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-3090 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Laugarbrekka 3 er sex herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr. Húsið er byggt árið 1952 og er samtals 235,3 m2 að stærð og þar af er bílskúr 30 m2 sem er frístandandi við eignina. Húsið er almennt í góðu ástandi og hefur fengið gott viðhald og verið endurnýjað mikið bæði að utan og innan. Húsið er vel staðsett rétt við sundlaug og íþróttasvæði og við bakgarð hússins er sparkvöllur og leikvöllur.

Nánari lýsing
Neðri hæð;

Baðherbergi var endurnýjað að öllu leyti árið 2007 er með flísum á gólfi og sturtu, vaskainnréttingu og skáp. Handklæðaofn er á baðherberginu. Hiti á gólfi baðherbergisins.
Svefnherbergin eru fjögur á hæðinni og eru tvö þeirra með fataskáp. Eitt herbergjanna var áður notað sem eldhús og eru lagnir til staðar ef vilji er fyrir því að breyta notkuninni aftur.
Forstofa er snyrtileg með gráum flísum á gólfi. Úr forstofu er hægt að ganga inn á gang neðri hæðar, eða beint upp stiga á efri hæð. Forstofan var endurnýjuð árið 2020 og er með gólfhita.
Þvottahús er rúmgott með hvítri skápainnréttingu og vask. Flísar á gólfi þvottahús. Inngangshurð út er þvottahúsinu.
Hitakompa er undir þvottahúsi og er gott aðgengi í kompuna um stiga úr þvottahúsi. 
Geymsla er undir stiga.

Efri hæð
Stofurnar eru tvær á efri hæðinni, og eru þær núna nýttar sem setustofa og borðstofa og er svo í raun þriðja rýmið við enda gangsins nýtt sem sjónvarpshol. Auðvelt væri að breyta því í herbergi
Eldhús er með viðarinnréttingu og dökkri bekkplötu, og er innrétting með góðu skápar- og bekkjarplássi. 
Baðherbergi var endurnýjað á smekklegan hátt árið 2019 og er það með sturtu með glerskilrúmi og upphengdu salerni. Herbergið er flísalagt í hólf og gólf með gráum flísum. Hvít vaskainnrétting er á baðherberginu. Búið er að taka niður loft og setja lýsingu í loft. Gólfhiti er á baðherberginu.
Svalir voru settar á húsið árið 1999 og er útgengi út á þær úr stofu. Stigi er niður í garð af svölunum.
Loft, hægt er að komast upp á loft um stiga á gangi og er loftið með miklu geymsluplássi þar sem auðvelt er að athafna sig. Nýr gluggi var settur í kvistinn á háalofti árið 2020.

Bílskúr er með inngangshurð á hliðinni og gluggum. Eldri innrétting er við enda skúrsins. Geymsluloft er yfir bílskúrnum.. Þétta þarf hurðar í skúr. 
Steypt bílastæði er fyrir framan bílskúrinn. 

- Neðri hæð var endurnýjuð að nánast öllu leyti árið 2007 
- Baðherbergi uppi endurnýjað árið 2019
- Forstofa endurnýjuð árið 2020
- Hús, allir gluggar og rennur málað árið 2023
- Skipt um allt gler í húsinu á árunum 2016-17
- Nýjar lagnir í hitakompu, baðherbergi og eldhúsi. Nýlegur forhitari í lagnakompu. Næstum allar lagnir hafa verið endurnýjaðar á efri hæð.
- Rafmagnstafla var endurnýjuð fyrir um 10 árum. 
- Gólfhiti er í báðum baðherbergjum og þvottahúsi
- Gips er á öllum útveggjum og er einangrað innanfrá. Blágrýti er svo utan á húsinu sem styrkir húsið.
- Þak er upprunanelgt með asbest þaki. Þak hefur fengið gott viðhald að utan og auðvelt er að skoða það innan frá þar sem  auðvelt er að komast upp á loft.
- Lagnir eru til að hafa eldhús á neðri hæð, og baðherbergi eru til staðar á báðum hæðum. Möguleiki er því á að hafa tvær íbúðir í húsinu. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson Löggiltur fasteignasali í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] eða Hinrik Lund lgf. í síma 835-0070 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.