Hraunholt 3 , 640 Húsavík
Tilboð
Lóð/ Byggingarlóð
4 herb.
179 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
3.640.000

Lögeign kynnir eignina Hraunholt 3, 640 Húsavík

Hraunholt 3, er fallegt, nýtt fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð með innangengnum bílskúr. Birt stærð eignarinnar er 179,3 m2. Húsið er staðsett í botnlangagötu nýlegu hverfi á Húsavík í nálægð við mikið barnasvæði. Hægt verður að gera skjólgott viðverusvæði sunnan við hús. Golfvöllur er í göngufjarlægð frá húsinu. 

Hraunholt 3 er á einni hæð, með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, stofu, eldhúsi, borðstofu, þvottahúsi, geymslu og bílskúr. Húsið er úr timbureiningum og sér sænski framleiðandinn  Mjöbäcksvillan um framleiðslu hússins í verksmiðju í Svíþjóð.  Húsið kemur á steypta plötu, hvítmálað með svörtu bárujárni á þaki.

Afhending gæti orðið í byrjun árs 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Við afhendingu verður eignin komin með lokaúttekt, byggingarstig 7, matsstig 7.

Nánari lýsing eignar;

Gengið er inn í anddyri með góðum forstofuskáp, þaðan áfram inn á svefnherbergisgang með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, fataherbergi og þvottahúsi. Tvö svefnherbergin (10.0 fm og 9,9 fm) eu með fataskápum. Hjónaherbergið (11,6fm) er með sér baðherbergi (3,5 fm) með sturtu og einnig er gengt í fataherbergi (4,1 fm) og þaðan í þvottahús.  Hillur og skápar eru í fataherberginu.

Innst á ganginum er þvottahúsið (10,1 fm) með stórri og góðri innréttingu og er innangengt í það bæði frá svefnherbergisgangi og frá fatarýminu.  Aðal baðherbergið (8,6 fm) er með stakstæðri sturtu og hægt að koma fyrir baðkari (er ekki með), salerni og skápaeiningu með vaski og speglaskáp.  Útgengt er úr þvottahúsinu.

Eldhús og stofa eru samliggjandi opið rými, eldhúsið með stórri L-innréttingu, eyju og gengið er úr eldhúsi út í geymslu/bílskúr. Stofa/borðstofa er mjög rúmgott rými og bjart, útgengt er út á verönd. Loft í stofu/borðstofu/eldhúsi eru upptekin með aukinni lofthæð.

Bílskúr er með bílskúrshurð og hurðaropnara sem og fjarstýringum og inn af honum góð geymsla með aðgengi í eldhús.

Önnur atriði;
 • Utanhússklæðning standandi timburklæðning úr timbri, hvítmálað. 
 • Gluggar og svalahurð timbur/ál með þreföldu gleri.
 • Lóð og bílastæði grófjöfnuð með möl. Jarðvegsskipti í bílastæði, stéttum og fyrir pall.  Ídráttarrör fyrir lagnir að mögulegum heitum potti og snjóbræðslu.
 • Hitakerfi er gólfhitakerfi í öllum rýmum með hitastillum á veggjum. 
 • Forhitari er á neysluvatni.
 • Bílskúr er með tengi fyrir heitu og köldu vatni, bílskúrshurð (3m á breidd og 2,2m á hæð) með hurðaropnara og fjarstýringum.
 • Innréttingar eru frá finnska framleiðandanum Elega og eru afar vandaðar.  Innréttingar eru í elhdúsi, þvottahúsi, baðherbergjum og skápar í herbergjum og fataherbergi.  Engin innrétting er í geymslu eða bílskúr.
 • Gólfefni er 13 mm eikarparket, á herbergjum, stofu, eldhúsi og gangi, en baðherbergi, þvottahús, geymsla og anddyri eru flísalögð stórum flísum.  Einnig eru flísar í sturtum og við baðkar.
 • Loft í stofu og eldhúsi eru með uppteknu lofti en annars er lofthæð 2,5m.
 • Lampabúnaður eru innfelldir LED lampar í öllum rýmum nema utanáliggjandi LED iðnaðarlampar bílskúr. Utanáliggjandi sjálvkeikjandi led lampar eru geymslu og fataherbergi. Plejd ljósastýribúnaður er til að stýra lýsingu inni og úti, ásamt því að hægt er að stýra lýsingu með appi.
 • Öryggi. Þráðlausir samvinnandi reykskynjarar eru í herbergjum, stofu/eldhúsi, þvottahúsi og bílskúr.  Einnig er eldvarnarteppi og slökkvitæki.
 • Loftskiptikerfi með varmaendurvinnsluhjóli (hitar loftið sem kemur inn með loftinu sem fer út).  Alltaf ferskt loft og mikil loftskipti í húsinu.
 • Heimililstæki eru frá sænska framleiðandanum Cylinda.  Spanhelluborð, innbyggður ofn og örbylgjuorn, vifta, innfelldur kæliskápur, frystiskápur (geymslu) og innfelld uppþvottavél.
 • Hreinlætistæki eru frá sænsku framleiðendunum Gustavsberg og Svedbergs. Sturtur, vegghengd salerni með utanáliggjandi vatnskassa, blöndunartæki.  Vaskar fylgja innréttingum og koma frá Elega.   Einnig fylgir með útikrani.
 
Arkitektateikningar: Yngvi Ragnar Kristjánsson og Belkod ehf.
Burðarþol og lagnahönnun: Yngvi Ragnar Kristjánsson og Belkod ehf.
Raflagnir: Höskuldur Skúli Hallgrímsson, Belkod ehf.

Kaupendur greiða 0,3% skipulagsgjald sem sveitarfélagið leggur á eignina.

Nánari upplýsingar veita Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] eða Hinrik Lund í síma 835-0070.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.