Lögeign kynnir eignina Bakkagata 2, 670 Kópasker, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 216-6842 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.Bakkagata 2 er skrifstofu- og atvinnuhúsnæði staðsett í nálægð við hafnarsvæðið á Kópaskeri. Húsið sjálft er byggt árið 1989 og er skráð 137 m2 að stærð og stendur það á 1248 m2 viðskipta- og þjónustulóð. Húsið bíður upp á góða leigumöguleika og er hægt að nýta það undir ýmsan rekstur.
Gott aðgengi er að húsinu og eru steypt bílastæði fyrir framan húsið sem tilheyra því. Forstofa er flísalögð og auðvelt er að skipta húsinu þannig að um tvær leigueiningar sé að ræða í því rými. Flísar í forstofu ná einnig inn í hárgreiðslustofu, en á hægri hönd forstofu er aðgengi að skrifstofuherbergi. Beint fram að skrifstofu er stórt opið rými, en þar eru tvær geymslur og salernisaðstaða. Fyrir utan flísar í anddyrir og hluta hárgreiðslustofu er dúkur á öllu gólfi. Lítið eldhús með vask er í enda herbergisins. Auðvelt er að hafa opið á milli rýma og bíður rýmið upp á ýmsar útfærslur eftir því í hvað eigi að nota það, hvort sem um er að ræða einn, tvo eða fleiri leigjendur.
Stórir gluggar eru bæði að framan og bakvið hús, en bæði gluggar og gler er komið á tíma.
30m2 eru í útleigu, séringanngur er inn í þann hluta bakvið hús. Þar er tækjasalur sem er án glugga, geymslurými, forstofa og snyrting þar sem einnig er sturta.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] og Hinrik Lund nemi til löggildingar fasteignasala í síma 835-0070.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á