Breiðanes , 641 Húsavík
42.000.000 Kr.
Einbýli
4 herb.
186 m2
42.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
39.400.000
Fasteignamat
22.520.000

Lögeign kynnir eignina Breiðanes Smiðja 641 Húsavík, fastanúmer 222-8077.

Eignin Breiðanes Smiðja er skráð samtals 186,7 m2 að stærð og skiptist það þannig að íbúð er skráð 88,7 m2 en verkstæði er skráð 98 m2. Efri hæð íbúðar er undir súð og því er gólfflötur íbúðar stærri en skráðir fermetrar. Húsið er byggt árið 1978 en árin 2018-19 var íbúðarhluti hússins endurnýjaður að nánast öllu leyti. Húsið stendur á 2280 m2 lóð. 
Íbúð samanstendur af forstofu, þremur herbergjum, þvottaaðstöðu, baðherbergi, snyrtingu, stofu og eldhúsi. 

Nánari lýsing eignar

Neðri hæð. Gengið er inn rúmgóða forstofu þar sem er stigi upp á efri hæð. Úr forstofu er hægt að ganga inn á herbergisgang með þremur svefnherbergjum, þvottahúsi og baðherbergi. Herbergin þrjú eru öll með nýlegu gólfefni sem er það sama og á ganginum. Baðherbergi er snyrtilega innréttað með flísum á gólfi og á vegg við sturtu og salerni. Þvottahús er innst á ganginum og er það með skápainnréttingu og borðpötu með vask. Hiti er í gólfum á neðri hæðinni.

Efri hæð. Gengið er upp fallegan timburstiga á efri hæðina og er þá komið inn í opið rými sem er undir súð með eldhúsi út í enda. Þegar komið er upp á efri hæð er útgengi út á timbursvalir þaðan sem fallegt útsýni er yfir svæðið. Eldhús er með svartri viðarinnréttingu með viðarborðplötu. Þar fyrir framan er bæði borðkrókur og sjónvarpsrými. Hol er svo þar undir súð í opnu rými. Lítil snyrting með salerni er við hliðina á eldhúsi.  

Verkstæði er samliggjandi húsinu og er það rými sem bíður upp á ýmsa möguleika. Samkvæmt opinberri skráningu þá er rýmið 98 m2 að stærð og er skráð sem trésmíðaverkstæði. Fyrir nokkrum árum var útbúið geymsluloft yfir hluta rýmisins en mikil lofthæð er í rýminu. Samhliða því var settur hringstigi sem er upp á loftið en það er núna notað sem kaffistofa og er þar vaskur, rafmagnstenglar og lýsing. Verkstæðið er í raun einn stór geymur og því auðvelt að breyta og aðlaga rýmið eftir þörfum í samræmi við notkun. Við endann er bílskúrshurð á rýminu. Allir gluggar eru nýlegir á verkstiæðinu og lýsing og loft er snyrtilegt. Beint á móti inngangshurð í rýmið er salernisaðstaða.

Endurbætur
Íbúðin var endurgerð að öllu leyti árið 2019. Var þá settur gólfhiti á neðri hæð og lagnir endurnýjaðar. Allar raflagnir voru þá á sama tíma endurnýjaðar. Allir veggir í voru þá endurgerðir og skipt um allt nema stálgrind hússins. Uppgangsbraut þar sem er stigi á milli hæða og forstofa er viðbygging sem var bætt við húsið við framkvæmdirnar. Eldhús, baðherbergi, salerni og stofurými ásamt öllu gólfefni eru frá árinu 2019. Settar voru eldvarnarhurðir niðri á herbergisgang og milliveggir gerðir þannig að þeir standist kröfur brunavarna. Allt gler og allir gluggar hússins voru endurnýjaðir í framkvæmdunum. Farið var í framkvæmdir á þaki og það endurnýjað að stórum hluta en þar sem þakjárn hússins var talið enn vera í ágætu ásigkomulagi þá var það endurnýtt.
Í verkstæði var smíðað geymsluloft og settur hringstigi þangað upp. Útbúin var salernisaðstaða við innang. Skipt hefur verið um alla glugga og gler í rýminu. 
Vakin er sérstök athygli á því að líkt og á við um mörg hús á svæðinu að þá hallar húsið. Það hefur verið lagfært að hluta til í íbúð en er meira áberandi á verkstæðinu. Rotþró er komin á tíma og brýnt að skipta um hana fljótlega en það er sameiginleg rotþró með öðru húsi á svæðinu. 

Breiðanes Smiðja er staðsett rétt sunnan við Laugar og eru nokkur önnur hús í nálægð við eignina og deila með henni aðkeyrslu. Húsið er staðsett á flatlendi neðst í brekku, en í brekkunni er mikið skóglendi. Þar sem eignin er staðsett rétt við Laugar er stutt í ýmsa þjónustu líkt og sundlaug, íþróttsvæði, verslun og skóla auk þess sem um 30 mínútna akstur er til Akureyrar og Húsavíkur.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected].

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.