Lögeign kynnir eignina Laugarbrekka 22, 640 Húsavík.
Vakin er sérstök athygli á því að nú er Laugarbrekka 22, skráð sem einbýlishús á einu fastanúmeri, en hér er einungis verið að selja kjallaraíbúð í húsinu, og yrði búin til eignaskiptasamningur í framhaldi af sölu á kostnað seljanda þar sem eignin fengi sér fastanúmer. Íbúð á jarðhæð er um 78 m2 og samanstendur af stofu, svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi með sturtu. Íbúðin er hálfniðurgrafinn en gluggar og inngangur er sunnanmegin í húsinu. Gangur er í íbúðinni þar sem eru herbergi/stofa í sitthvorum endanum. Baðherbergi sem er flísalagt með sturtu og eldhús með hvítri innréttingu og viðarbekkplötu eru á ganginum.Verið er að vinna í því að breyta eigninni þannig að hún yrði með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, forstofu og baðherbergi. Verður þá gert ráð fyrir baðherbergi með þvottavél og þurrkara við stiga sem áður fór upp á efri hæð en stigi verður fjarlægður og lokað verður á milli hæða. Gert verður herbergi þar sem áður var baðherbergi og eldhús fært aðeins til að gera rými fyrir forstofu.
Búið er að gera sér inngang í íbúðina og setja upphitaða stétt fyrir framan. Húsið sjálft er almennt í góðu ástandi, og nýlega búið að skipta um þak á húsinu. Steypt bílastæði eru við eignina.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson Löggiltur fasteignasali í síma 865-7430 eða netfanginu
[email protected] eða Hinrik Lund lgf. í síma 835-0070 eða netfanginu
[email protected]Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á