Höfðabraut 14 , 675 Raufarhöfn
Tilboð
Atvinnuhús
20 herb.
386 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1965
Brunabótamat
58.500.000
Fasteignamat
12.189.000

Lögeign kynnir eignina Norðursíld, Höfðabraut 14, 675 Raufarhöfn 

Eignin Höfðabraut 14 er skráð með birta stærð 386.8 fm. Húsið var byggt á árunum 1963-65. Húsið var áður notað sem verbúð með herbergjum á efri hæð og mötueneyti á þeirri neðri. Eignin hefur staðið auð í lengri tíma án nokkurs viðhalds. Ástand eignar er því mjög slæmt og þarf að fara í algjöra endurnýjun á húsinu þannig að hægt sé að nýta það. 


Neðri hæð er með steyptum veggjum og gólfi og er töluvert hólfuð niður. Miklar sprungur eru á útveggjum og lekur mikið inn á nokkrum stöðum í gegnum þær. Hægt er þó að nýta hluta rýmisins sem geymslu eða vinnusvæði.
Timburstigi er upp á efri hæð, en þar eru í kringum 19 rými. Öll hæðin er í mjög slæmu ástandi og algjörlega ónothæf. Öll herbergin eru aðskilin með timburveggjum og þyrfti að taka þá alla niður og endurbyggja að öllu leyti. 
Það vantar gler í marga glugga, á sumum stöðum er búið að setja timbur til að loka fyrir en annars staðar blæs og rignir en þar sem engin fyrirstaða er.  
Ekkert vatn er í húsinu og engar lagnir né niðurföll eru í lagi. Því er ekkert salerni í húsinu. Ekkert rafmagn er heldur á efri hæð. 

Nýlegur lóðarleigusamningur við Norðurþing er í gildi varðandi húsið og er lóð í kringum húsið stór og malbikuð að mestu leyti. Lóðin er skráð sem iðnaðar og athafnarlóð og er 1132 m2 að stærð. Lóðin staðsett á góðum stað við sjóinn með útsýni yfir hafnarsvæði. 

Mögulegir kaupendur hvattir til að kynna sér ástand eignar sérstaklega vel.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected].

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.