Stórigarður 15, 640 Húsavík
Tilboð
Einbýli
6 herb.
224 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1968
Brunabótamat
70.705.000
Fasteignamat
42.110.000

Lögeign kynnir eignina Stórigarður 15, 640 Húsavík

Stórigarður 15 í heildina 224,8 m2 steypt hús byggt árið 1968 á tveimur hæðum. Eignin er á tveimur fastanúmerum þar sem efri hæð og hluti þeirra neðri er skráð 142,2 m2 og skráð sem íbúðareign með F2153385 en neðri hæðin er 82,6 m2 og er skráð sem iðnaður með F2153384. Rekstur hefur verið að neðri hússins til lengri tíma og var þar starfrækt ljósmyndastofa. 

Húsið stendur á svæði sem er með blönduðu skipulagi þannig að hægt er að vera með verslun, gistingu eða annars konar rekstur húsinu. Mögulegt væri t.d. að útbúa tvær íbúðir á jarðhæð og leigja þær út í skammtímalegu, en slíkur rekstur er þegar í nokkrum húsum á svæðinu. Húsið er sérlega vel staðsett miðsvæðis í bænum þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, t.d. er í götunni kaffihús, bókabúð auk gistirekstur í nokkrum húsum og Fosshótel beint á móti. Stutt í matvörubúð, skóla, leiksvæði, íþróttahöll og íþróttasvæði. Steypt bílastæði er við eignina og er aðgengi að henni gott.


Jarðhæð
var útbúin sem ljósmyndastofa. Á jarðhæð eru tvö herbergi, stofa, klósett, geymsla, tveir útgangar,hitakompa og stigi.
tvö herbergi: stórt herbergi sem var notað undir ljósmyndun og gluggalaust herbergi sem notað var sem myrkvaherbergi, búið er að koma fyrir vask og niðurfalli í rýminu.
stofa/alrými: stórir gluggar og parket á gólfi, var notað undir móttöku. 
snyrting: er með salerni, vask og dúk á gólfi.
gangur: teppalagður gangur sem stigi, hitakompa og geymsla eru tengd við.  
geymsla: inn af gang er geymsla með sér útidyrahurð útí garð. 
stigi: teppalagður stigi er milli hæða
Efri hæð
eldhús, þrjú svefnherbergi, stofa,þvottahús,búr,baðherbergi,gangur,
eldhús: er með dúk á gólfi, hvítri viðarinnréttingu, grárri bekkplötu,eldavél,bakarofn og viðarlituðum efriskápum. 
stofa: er rúmgóð með gólfteppi á gólfi og panel að hluta á veggjum. 
svefnherbergi: eru öll með dúk á gólfum og fataskápar eru í tveimur af þrem herbergjum
þvottahús/búr: er inn af eldhúsi ásamt búri. 

Þak var endurnýjað á húsinu árið 2021en að öðru leyti þarfnast eignin töluverðs viðhalds. Lagnir í húsinu er að miklu leyti upprunanlegar, rakaskemmdir eru á nokkrum stöðum sem þarf að skoða sérstaklega auk þess sem sprungur eru á útveggjum og víða á innveggjum.

Vakin er athygli á því að verið er að selja eign úr dánarbúi og því er lögð sérstaklega rík áhersla á það við mögulega kaupendur að kynna sér ástand eignar sérstaklega vel.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netafanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.