Stórigarður 11, 640 Húsavík
Tilboð
Fjölbýli
4 herb.
206 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1977
Brunabótamat
73.850.000
Fasteignamat
43.800.000

Lögeign ehf kynnir eignina Stórigarður 11, 640 Húsavík, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 215-3379 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Stórigarður 11 er björt og skemmtileg 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum ásamt bílskúr og er birt stærð 206.9 fm. Eignin er staðsett miðsvæðis á Húsavík og stutt í alla þjónustu svo sem skóla, íþróttasvæði, heilsugæslu og aðra verslun og þjónustu.


Nánri lýsing eignar: 
Gengið er inn í stóra og rúmgóða forstofu sem snýr til vesturs. 
Úr forstofu er inngangur í þvottahús með hvítri innréttingu og einnig er eitt svefnherbergi á hæðinni. Öll gólf eru með ljósum flísum nema svefnherbergið er með parketi.
Gengið er upp steyptan stiga sem er einnig með ljósum flísum og eru góðir gluggar sem snúa út í bakgarðinn.
Efri hæðin er mjög björt og rúmgóð og skiptist í eldhús, stofu og borðstofu, 3 herbergi og baðherbergi. Öll gólf eru með ljósum flísum nema eitt barnaherbergið er með parketi.
Eldhúsið er stórt og er með dökkri viðarinnréttingu sem er upprunaleg en í góðu ástandi. Góðir gluggar sem snúa til norðurs út í bakgarðinn og rúmgóður borðkrókur.
Stofan snýr til suðurs og er gengið út á svalir úr stofunni. Búið er að gera svefnherbergi úr hluta af stofunni sem auðvelt er að breyta til baka.
Tvö barnaherbergi eru á hæðinni og er annað þeirra með stórum hvítum fataskáp og með parketi á gólfi en ljósar flísar á hinu.
Hjónaherbergið er rúmgott með fataherbergi innaf. Hægt er að ganga út á bílskúrsþakið úr hjónaherbergi.
Baðherbergið er með hvítir innréttingu og þar er bæði sturta og baðkar.
Stór bílskúr fylgir eigninni og er hann austan við húsið. Fyrir framan bílskúrinn er stórt bílaplan sem tekur 2 bíla. Úr bílskúrnum er einnig hægt að ganga beint út í bakgarðinn.
Fallegur og gróinn garður fylgir eigninni og er búið að planta ýmsum tegundum af berjarunnum og plöntum. Gróðurhús er í garðinum þar sem ræktaðar eru nytjajurtir og ber. Stór viðarpallur er bakvið bílskúrinn og miklir möguleikar að útbúa sólbaðsaðstöðu uppá bílskúrsþakinu og gera stiga niður á núverandi sólpall.

Annað um eign:
Búið er að skipta um allt gler í eigninni.
Sólpallur er nýr að hluta.

Nánari upplýsingar veita Hermann Aðalgeirsson lfs, í síma 865-7430, tölvupóstur [email protected] og Bergþóra Höskuldsdóttir í síma 845-0671, [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.