Höfðavegur 10, 640 Húsavík
47.000.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
213 m2
47.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1964
Brunabótamat
63.900.000
Fasteignamat
41.550.000

Lögeign kynnir eignina Höfðavegur 10, 640 Húsavík

Einbýlishúsið Höfðavegur 10 er fallegt og bjart fjölskylduhús með fimm svefnherbergjum. Húsið er vel staðsett í botnlangagötu með góðu útsýni yfir flóann og hafnarsvæði. Húsið er steypt á tveimur hæðum og er samtals 213,2 m2 að stærð, þar af er innangengur bílskúr 31,1 m2.

Húsið skiptist í;
Neðri hæð hússins samanstendur af forstofu, 3 svefnherbergjum, þvottahúsi, salerni, geymslu/hitakompu og geymslu undir stiga. Hægt er að ganga inn í bílskúr af jarðhæð. 
Efri hæð er með 2 svefnherbergjum, eldhúsi, búri, baðherbergi, gang og stofu. 
Nánari lýsing
Eldhús er upprunanlegt en lítur vel út og er innréttingin með efri og neðri skápum og svo bekk sem aðskilur innréttingu við borðkrók. Inn af eldhúsi er búr. Búið er að skipta um lagnir frá vask og niður í bilskúr auk þess sem gólfefni hefur verið endurnýjað á eldhúsinu.
Baðherbergi er á efri hæð og er það með flísum á gólfi og veggjum. Sturtuklefi er í horni baðherbergisins. Snyrting er á jarðhæð með salerni og vask. 
Stofa er með stórum gluggum og fallegu útsýni. Áður en gengið er inn í stofu úr holi er hurð þar sem hægt er að ganga út á svalir. 
Herbergi eru fimm í húsinu. Tvö rúmgóð herbergi eru á efri hæð og hjónaherbergi sérlega rúmgott með innbyggðum fataskáp. Annað herbergi á hæðinni er við eldhús. Niðri eru þrjú herbergi og eru tvö af þeim við forstofu. 
Forstofa er físalögð með fatahengi. Í forstofu eru tvö svefnherbergi og geymsla/hitakompa.
Bílskúr er innangengur og lítur vel út með nýlegri rafdrifinni bílskúrshurð. Gluggar eru í skúrnum. Bílskúirnn er samtals 31,1 m2 að stærð og er gott aðgengi að honum að utan þar sem hellulagt bílastæði.
Ástand utan húss er almennt gott og hefur húsið fengið gott viðhald á undanförnum árum þar sem m.a. hefur verið farið í múrframkvæmdir. Árið 2012 var farið í framkvæmdir á þaki þar sem skipt var um járn og pappa og einangrunargildi var aukið. Sperrur og undirstöður voru á sama tíma yfirfarnar og lagfært eftir þörfum. Árin 2015 og 2018 var skipt um alla glugga í húsinu að undanskildum tveimur gluggum á efri hæð sem hafði áður verið skipt um og voru metnir í lagi. Lagnir í kringum eldhúsvask voru endurnýjaðar niður í bílskúr, og einnig var lagfært niðurfall við vask og sturtu á baðherbergi.  

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.