Fossvellir 2, 640 Húsavík
31.900.000 Kr.
Fjölbýli
6 herb.
202 m2
31.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1954
Brunabótamat
61.740.000
Fasteignamat
35.900.000

Lögeign kynnir eignina Fossvellir 2, 640 Húsavík

Um er að ræða 202 fm. og 5 herb. einbýlishús miðsvæðis á Húsavík. Þar af er 25 m2. bílskúr og 57 m2 aukaíbúð í risinu. Sú íbúð hefur verið í útleigu og hefur því möguleika á aukatekjum. Húsið er byggt úr steypu árið 1954. Húsið er með steyptum gólfum á milli hæða og skiptist í kjallara, hæð og ris sem er með nokkrum kvistum. Kvarz-salli er utan á húsinu. Gengið er upp steyptar tröppur að aðalinngangi. 


Aðalhæðin: Anddyri, hol/gangur, stofa, 3 herbergi, eldhús og baðherbergi. Gengið er inn í lítið anddyri með steingólfi og fatahengi. Holið er með  plastparketi á gólfi sem einnig er á 2 svefnherbergjum á hæðinni. Lítill innbyggður skápur er í öðru herberginu. S-megin í húsinu er stofa, með viðarparketi á gólfi. Úr stofunni eru dyr út í suðurgarð. ͠Í eldhúsinu er gömul innrétting með flísum ofan við eldhúsbekki. Parket er á eldhúsgólfi. Gengið er í eldhúsið úr holinu. Úr eldhúsi er gengið í herbergi sem búið var til, en þar var áður borðstofa. Þar er sama parket og er á stofu. Baðherbergið var endurbætt árið 2005 og er flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og innréttingu. 

Risið: Úr forstofunni er steyptur stigi upp í risið þar sem er lítil íbúð (óskráð). Íbúðin skiptist í hol, eldhús, setustofu, herbergi, og baðherbergi. Í risinu er plastparkett, á gólfum. N-megin við ganginn, í kvistinum er eldhúsið. Stór innbyggður fataskápur er í herberginu og dyr út á svalir úr setustofunni. Baðherbergið er með baðkari, flísalögðu gólfi og flísar ofan við bað. 

Kjallarinn: Sérinngangur er í kjallarann og lítil geymsla er undir útitröppunum. Málað gólf er í geymslu og þvottahúsi. Þá er einnig búr/geymsla með hillum.
Bílskúrinn: Bílskúrinn er hlaðinn og er ekki klæddur að innan. Bílskúrshurð er úr timbri. Steypt bílastæði er fyrir framan bílskúrinn.  
Lóðin er 608fm. leigulóð, vel gróin og með stórum bakgarði með trjám sunnanvið og timburverönd. Gróðurhús er í horni lóðarinnar.
Árið 2008 var skipt um gler og gluggar lagaðir að hluta til, en mála þyrfti gluggana. Skipt hefur verið um þakjárn á húsinu en þó ekki nýlega.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.