Héðinsbraut 4, 640 Húsavík
40.000.000 Kr.
Atvinnuhús
3 herb.
473 m2
40.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
112.350.000
Fasteignamat
39.650.000

Lögeign kynnir eignina Héðinsbraut 4, 640 Húsavík.  

Eignin Héðinsbraut 4 er skráð sem kjötvinnsla í fasteignamatinu og er húsnæðið skráð 473,6 m2. Húsið er miðsvæðis á Húsavík og stendur við aðalumferðargötu bæjarins. Húsið sjálft er byggt á tímabilinu 1947-88 sem mjólkursamlag K.Þ. Grunnflötur hússins í heild er U-laga og er hið metna í norðurálmu eignarinnar.  Sá hluti sem hér er til sölu var byggður árið 1973. Aðgengi að eigninni er mjög gott og er stórt malbikað bílaplan með mörgum stæðum við eignina. Eigninni fylgja tvö bílastæði við innkeyrsludyr, og þrjú önnur stæði við austurbrún bílastæðis. 

Aðalinngangur í húseignina er af bílaplani og er eignin með bæði inngang inn í móttökuforstofu og svo er hurð og bílskúrhurð inn í annað rými. Þegar gengið er inn í eignina um aðalinngang þá er komið í forstofu/mótttökurúmi sem er með skápum og er þaðan gengið inn í hol sem er með frekari búningsaðstöðu og salernisaðstöðu. Til hægri er svo skrifstofurými og rúmgóð kaffiaðstaða/starfsmannaaðstaða. Úr holi er gengið inn í stórt vinnusvæði sem er vel útbúið og er þar að finna einn af fjórum kælum sem eru í húseigninni. Annar vinnslusalur tekur svo við og eru þeir aðgreindir með steinplötum auk þess sem kælir er í því rými. Bílskúrshurð er inn á lager og er þar geymslurými og stór klefi. 
Búið er að útbúa rýmið með þeim hætti að hægt er að ganga hringinn á milli rýma þannig að auðvelt er að komast á milli vinnusvæða. Auðvelt að breyta innra skipulagi í húsnæðinu. Þak hússins er komið á tíma og hefur verið leki á nokkrum stöðum.

Um er að ræða eign í stóru húsnæði og eru aðrir eignarhlutar í húsnæðinu skráðir sem m.a. vörulager, rafverkstæði og undir ýmiskonar iðnað og er samtals stærð húsins 1232,9 m2 og stendur það á 4001 m2 iðnaðar- og athafnarlóð.

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni.  Seljandi þekkir ekki eignina umfram það  sem fram kemur í opinberum gögnum.  Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi/fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang til þess.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson , í síma , tölvupóstur [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.