Túngata 18, 640 Húsavík
33.000.000 Kr.
Einbýli
3 herb.
122 m2
33.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1936
Brunabótamat
33.950.000
Fasteignamat
21.300.000

Lögeign kynnir eignina Túngötu 18, Húsavík. Túngata 18 er fallegt einbýlishús sem hefur verið vel við haldið og er í góðu ástandi. Falleg verönd er í kringum húsið með gróðurhúsi í garðinum og garðhúsi þar sem búið er að útbúa gistiaðstöðu. Í kjallara hefur verið útbúið verkstæði með góðri vinnuaðstöðu.  Húsið er byggt úr steypu árið 1936 og er skráð 122,2 m2 að stærð. Íbúð á hæð er skráð 90,9 m2 og kjallari er skráður 31,3 m2. 

Íbúð er á efri hæð hússins með tveimur svefnherberjum, stofu, eldhúsi, baðherbergi, forstofu g þvottahúsi. Stór kjallari er undir húsinu sem nýtist sem geymsla eða vinnuaðstaða. Einnig er geymslurými undir palli. Búið er að útbúa herbergi með sturtu og salerni út í garði auk þess sem gróðurhús er í garðinu. 


Nánar tiltekið er um að ræða;
Forstofa er sunnanmegin við húsið og er hún parketlögð og frekar nýleg. Hvítur skápur er í forstofunni og snagar. Fyrir framan forstofuna er búið að reisa sólstofu. 
Baðherbergi er við forstofu og var það nýlega endurnýjað. Flísar eru á veggjum, baðkar, hvít innrétting með speglaskáp og upphengt salerni. Stór hvít skápaeinnig með skúffum er á baðherberginu. 
Eldhús er með hvítri innréttingu og viðarborðplötu. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingunni. Gott pláss er fyrir eldhúsborð í eldhúskrók. 
Herbergin eru tvö á hæðinni og er annað þeirra við eldhús en hjónaherbergi er við stofu. Það er mjög rúmgott með stórum skáp úr viðarlit. 
Stofa er sunnanmegin í húsinu og er hún með stórum gluggum og fallegu útsýni. Gert er ráð fyrir bæði borðstofu og sjónvarpsstofu í stofurýminu. 
Þvottahús er með inngangshurð inn í húsið og er búið að gera góða þvottaaðstöðu í herberginu. Búið er að setja upp hvíta skápainnréttingu sem gerir ráð fyrir bæði þurrkara og þvottavél. Vaskur er í þvottahúsinu og ágætt skápapláss. Úr þvottahúsi er gengið inn í eldhús eignarinnar.  
Gólfefni er að mestu leyti parket. Samskonar parket er á eldhúsi, herbergjum og stofu. Flísar eru á þvottahúsi. 
Steyptur kjallari er á neðri hæð hússins þar sem búið er að útbúa verkstæðisaðstöðu. Gengið er inn í kjallaran úr garði og gengið gang áður en komið er í gott vinnurými. 
Gistiaðstaða er einnig í skúr sem er í garðinu. Búið er að reisa garðskúr sem er með herbergi með góðri svefnaðstöðu auk þess sem búið er að setja sturtu og salerni í skúrinn. Parket er gólfinu í skúrnum. 
Geymsla er undir timburverönd og er búið að bárujárnsklæða hana að innan og nýtist hún því vel sem geysmlurými. 
Verönd í kringum húsið er mjög snyrtileg og hefur verið vel við haldið. Sunnanmegin við húsið er lítill grasflötur og er svo búið að helluleggja stóran part. Þaðan er gengið inn í kjallara, geymslu undir timburverönd og garðhús með gistiaðstöðu. Einnig er gróðurhús í garðinum með hellum fyrir framan. Steypt bílastæði er við hlið hússins og er þaðan gengið inn á timburverönd. Fyrir framn hús er hellulagt og er steyptur kanntur og runni sem aðskilur húsið frá gangstétt og götu. 

Húsinu hefur verið vel við haldið í gegnum árin og er mjög snyrtilegt. Skipt var um þak á húsinu fyrir um 10 árum. Alir gluggar í húsinu fyrir utan einn hafa verið endurnýjaðir. Settur hefur verið forhitari í húsið.
Byggt var við húsið á sínum tíma og er forstofa, baðherbergi og stofa hluti af nýju álmunni. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.