Garðarsbraut 33, 640 Húsavík
Tilboð
Einbýli
5 herb.
153 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1936
Brunabótamat
39.550.000
Fasteignamat
26.050.000

Lögeign kynnir eignina Garðarsbraut 33, 640 Húsavík.

Um er að ræða einbýlishús sem er samtals 153,4 m2 að stærð. Húsið er á tveimur hæðum og er byggt úr steypu árið 1936. Húsið hefur verið útbúið með þeim hætti að í dag er um að ræða tvær aðskildar íbúðir sem deila þvottahúsi. Hvor íbúð er með sérinngang. Mögulegt er því að leigja aðra íbúðina út. Auðvelt er að breyta eigninni aftur á þann veg þannig að um sé að ræða eitt sameiginlegt hús þar sem gengið er á milli hæða.


Efri hæð samanstendur af forstofu, baðherbergi, eldhúsi, stofu og tveimur svefnherbergjum. Annað svefnherbergi er svo inn af þvottahúsi á jarðhæð sem tilheyrir íbúðinni.
Gengið er upp steyptar tröppur að utan áður en komið er inn í forstofu á efri hæð. Forstofan er flísalögð og með fatahengi. Gengið inn á gang úr forstofu og er þar strax á vinstri hönd baðherbergi hæðarinnar. Baðherbergið er með dökkum flísum á gólfi og nýlegri innréttingu sem er með stórum hvítum vask og dökkri innréttingu með skúffum og skáp þar við hliðina. Baðkar er í herberginu og er það með sturtu. Eldhús er með ágætri hvítri innréttingu og grárri borðplötu og er gott pláss fyrir eldhúsborð í rýminu og til að athafna sig við innréttingu. Öll eldhústæki eru þriggja ára gömul. Svefnherbergi eru tvö á hæðinni og er annað þeirra inn af eldhúsi en hitt á gangi íbúðar í vesturenda. Bæði eru þau rúmgóð. Þriðja herbergið sem tilheyrir efri hæð miðað við núverandi skipulag er inn af þvottahúsi á jarðhæð og er það stærsta herbergið í húsinu. Stofa er við enda gangsins og er hún mjög rúmgóð. Gluggar eru til vesturs að götu og til suðurs úr stofunni. Við forstofu er hurð þar sem hægt er að ganga niður stiga í þvottahús. Þvottahús hefur verið notað sameiginlega af bæði efri og neðri hæð og er það með flísum á gólfi. Úr þvottahúsi er hægt að ganga út í garð. Í þvottahúsi er búið að loka aðgengi að íbúð á neðri hæð en það var gert með þeim hætti að auðvelt er að opna rýmið aftur og ganga á milli hæða innanhús. 
Nýlegt gólfefni er á allri hæðinni. 

Neðri hæð samanstendur af forstofu, baðherbergi, einu svefnherbergi, eldhúsi og stofu. 
Gengið er inn í eignina á norðurhlið hússins. Forstofa er flísalögð og með fatahengi. Baðherbergi á hæðinni er lítið og er það með sturtu, vask og salerni. Elhús er um miðja hæðina og er opið þaðan inn í stofu. Eldhús er með dökkri innréttingu. Eldhústæki á hæðinni eru öll nýleg. Svefnherbergi er við eldhús og er það rúmgott. Stofann er svo í enda íbúðar og er hún mjög rúmgóð miðað við stærð íbúðar og gert fyrir bæði borðstofuborði og sjónvarpsholi í stofunni. 
Nýlegt gólfefni er á neðri hæðinni. 
Stór gróinn lóð er við húsið og er þar búið að setja geymsluskúr sem er tæplega 15 m2 að stærð. Steypt bílastæði er báðum megin við húsið.

Hús að utan þarfnast töluverðs viðhalds. Gluggar og gler þarfnast skoðunar og mikillar endurnýjunar. Þak er komið á tíma og þarf að skipta um það fljótlega. Einnig þarf að fara í sprunguviðgerðir á húsi og mála það.
Væntanlegum kaupendum er því bent sérstaklega á að kynna sér ástand eignairnnar sérstaklega vel.  

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.