Túngata 10, 640 Húsavík
36.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
208 m2
36.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1958
Brunabótamat
57.760.000
Fasteignamat
34.350.000

Lögeign kynnir eignina Túngata 10, 640 Húsavík.

Um er að ræða fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr og fallegri timburverönd. Samtals stærð eignarinnar er 208.2 m2 og skiptist það þannig að íbúðarhúsið er skráð 167.7 m2 og bílskúr sem stendur við húsið er 40.5 m2. Húsið er byggt árið 1958 og er neðri hæðin steypt og sú efri hlaðinn. Bílskúr var svo byggður á lóðinni árið 1970 og er hann hlaðinn.
Húsið er mjög vel staðsett miðsvæðis, í rólegri götu á Húsavík. Góð lóð er í kringum húsið ásamt timburverönd og við hlið hússins er leikvöllur. 


Efri hæð samanstendur af forstofu, tveimur stofum, gang, eldhúsi, baðherbergi og tveimur svefnherbergjum. Efri hæðin er skráð 99.2 m2. 
Stofurnar tvær eru aðskildar með vegg og er tvöföld hurð inn í stofu sem er með teppi á gólfi. Hin stofan/hol er á móti eldhúsi og hefur hún verið notuð sem sjónvarpsstofa og er þar parket á gólfi. Eldhús er með upprunanlegri innréttingu sem er hvít og með grárri borðplötu. Dúkur er á gólfinu í eldhúsi. Baðherbergi og svefnherbergin tvö eru innst á gangnum. Baðkar er á baðherberginu og innrétting með speglum og skápaplássi. Bæði herbergin eru rúmgóð og er stór hvítur innbyggður fataskápur í hjónaherberginu. Forstofa er flísalögð og er þar fataskápur og fatahengi. Úr forstofu er gengið inn í hol þar sem er stigi niður á neðri hæð eignarinnar. 

Neðri hæð er með sérinngang, snyrtingu, þvottahúsi, herbergi, eldhúsi og stofu/herbergi. Samtals stærð hæðarinnar er 68.5 m2.
Neðri hæð hefur verið breytt á þann veg að búið er að setja þar upp eldhús og sturtuaðstöðu í þvottahúsi. Gengið er inn í forstofu sem er flísalögð og strax og komið er inn er stigi upp á efri hæð á vinstri hönd. Úr forstofu er gengið inn á hol og þaðan á gang íbúðarinnar. Við forstofu er lítil salernisaðstaða þar sem er salerni og vaskur. Á vinstri hönd á ganginum er rúmgott herbergi sem er með nýlegu plastparketi sem er samskonar og er á gang, eldhúsi og stofu. Þvottahúsið er innst á ganginum og er þar búið að setja sturtuklefa í horn herbergisins. Úr þvottahúsinu er hurð út á bílastæði og að bílskúrnum. Á hægri hönd á ganginum er gengið inn í herbergi þar sem er búið að setja upp litla eldhúsinnréttingu með eldunaraðstöðu. Eldhúsið er með efri og neðri skápum öðru meginn með físum á milli, en einungis neðri skápum á móti. Það er því gott bekkjarláss í eldhúsinu. Innst í eldhúsinu er svo borðaðstaða og er þar opið inn í stofu sem hefur verið útbúinn í öðru herbergi. Úr stofunni er einnig hurð inn á gang.  
Bílskúr við eignina er 40.5 m2 og er skúrinn sjálfur í ágætu ásigkomulagi en bílskúrshurð er komin á tíma. Steypt bílastæði er fyrir framan skúrinn. 

Endurbætur og ástand: 
Skipt var um þak á húsinu árið 2011 og var þá skipt um járn, pappa og klæðning aukinn á hluta. Á sama tíma var strompur sem var á húsinu fjarlægður. Árið 1984-86 var skipt um gler í öllum gluggum og gluggalok endurnýjuð. Móða er komin í gler í nokkrum gluggum. Rafmagn er upprunanlegt í húsinu en skipt hefur verið um rafmagnstöflu og lekaliði. Allar lagnir í húsinu er upprunanlegar. Bílskúrshurð og hurðar í forstofu á efri og neðri hæð eru komnar á tíma. 

Almennt séð er um að ræða fallega eign sem hefur verið vel við haldið í gegnum árin.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.