Drangatröð 6, 671 Kópasker
Tilboð
Sumarhús
4 herb.
45 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1982
Brunabótamat
16.900.000
Fasteignamat
9.940.000

Lögeign kynnir eignina Drangatröð 6, 671 Kópasker,fastanúmer 216-6818 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin er staðsett í frístundahúsasvæði í landi Ærlækjar Öxarfjarðarhreppi, nánar tiltekið í Dranghólarskógi í Ærlækjarlandi neðan við afleggjarann í Smjörhól. Sumarhúsið stendur á lóð númer 6 við Drangatröð og er lóðin 5040 m2. skv. skipulagsuppdrætti. Um 9 sumarhús eru á frístundahúsasvæðinu. Sumarhúsið er í um 2 km fjarlægð frá sundlaug að Lundi en þar er einnig íþrótta- og leiksvæði, 9 km frá verslun í Ásbyrgi, 13 km frá veitingastað við Skúlagarð og um 70 km frá Húsavík. Um 30 km eru svo austur á Kópasker. 


Sumarhúsið Drangartröð 6 er með þremur svefnherbergjum og er skráð 45 m2 að stærð og er með stórri timburverönd við húsið sem er með skjólvegg. Húsið var byggt árið 1982 og er á einni hæð. Gengið er inn í físalagða forstofu og er þaðan farið inn í alrými eignarinnar sem innheldur sjónarpsstofu, borðstofu og eldhús. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og er farið í þau úr eldhúsi. Hvít eldhúsinnrétting er í alrýminu og er hún með efri og neðri skápum og eru gluggar þar á milli. Stórir og fallegir gluggar eru í stofunni þar sem útsýnið úr húsinu nýtur sín vel. Baðherbergi er við forstofu og er það flísalagt bæði á gólfi og veggjum, upphengt salerni og góð sturtuaðstaða. Aðgengi að húsinu er mjög gott og eru góð malarbílastæði fyrir framan inngang. Timburveröng framan við hús og meðfram er einnig mjög stór og skemmtileg. Fallegt útsýni er úr húsinu og af pallinum.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430, tölvupóstur [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.