Urðargerði 6, 640 Húsavík
44.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
6 herb.
218 m2
44.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
66.500.000
Fasteignamat
44.200.000

Lögeign kynnir Urðagerði 6. Um er að ræða fallegt og vel skipulagt einbýlishús á þremur pöllum ásamt bílskúr og góðri timburverönd í suðurgarði. Eignin er samtals 218,6 m2 og er með fimm svefnherbergjum. 
Eignin er með fjórum svefnherbergjum á herbergisgang, rúmgóðri stofu og forstofu, eldhúsi, litlu búri, baðherbergi með sturtu og baðkari. Á neðsta pallinum er herbergi og þvottahús en þaðan er innangengt í bílskúrinn. Verönd sem snýr til suðurs og gróinn garður er í kringum húsið, steypt bílastæði og stór bílskúr.

Nánari lýsing eignar;
Gengið er upp tröppur af bílastæði og inn í rúmgóða forstofu með fataskáp. Úr forstofu er gengið inn í miðju hússins og er aðalrýmið sérlega opið og bjart. Rúmgott eldhús ásamt litlu búri með dökkri viðarinnréttingu og parketi á gólfi. Flísar eru á milli efri og neðri skápa sem og á gólfi í eldhúsinu. 
Stofa og borðstofa eru við hliðina á eldhúsinu og snúa gluggar til suðurs, þar er svalahurð út á sólpallinn. Stofan er með parketi á gólfum.
Við enda stofunnar eru tröppur sem liggja upp á svefnherbergisgang með fjórum svefnherbergjum og stóru baðherbergi.
Svefnherbergin eru samtals fimm, fjögur á svefnherbergisgang og eitt á jarðhæð. Þau eru öll parketlögð og eru fataskápar í tveimur þeirra.
Hjónarherbergið er  rúmgott með góðum fataskáp úr dökkum við. 
Baðherbergi er með sturtu og baðkari og eru flísar bæði á gólfi og veggjum. 
Þegar gengið er niður á neðsta pallinn er herbergi til hægri en þar er gert ráð fyrir gufubaði skv. teikningum hússins.
Þvottahús er ágætlega rúmgott en þaðan er gengið út á bílaplanið fyrir framan húsið. Einnig er innangengt úr þvottahúsi yfir í bílskúrinn sem er með lökkuðu gólfi og stórri innkeyrsluhurð sem er rafdrifin. Inn af bílskúr er svo geymsluherbergi.
Bílaplanið er steypt.
Endurbætur;
Þak var endurnýjað árið 2008 og var þá skipt um járn, pappa og klæðningu sem var orðin léleg. 
Skipt var um gler í öllum gluggum fyrir utan rúður í stofu árið 2007. Samhliða var þá farið yfir fúa í gluggum. 
Baðherbergi var endurnýjað árið 1995
Húsið var málað að utan fyrir ca. 5 árum og var þá fyllt upp í sprungur í kringum glugga. 

Nánari upplýsingar veita Hermann Aðalgeirsson lfs, í síma 865-7430, tölvupóstur [email protected] og Bergþóra Höskuldsdóttir í síma 845-0671, [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.