Héðinsbraut 1, 640 Húsavík
24.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
127 m2
24.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1903
Brunabótamat
33.550.000
Fasteignamat
19.500.000

Lögeign fasteignasala kynnir eignina Héðinsbraut 1, 640 Húsavík, íbúð 201.

Héðinsbraut 1 er vel staðsett tvíbýlishús miðsvæðis á Húsavík. Eignin skiptist í tvær hæðir og ris og er samtals stærð eignarinar 127,7 m2. Anddyri og þvottahús á 1. hæð er 14,1 m2, miðhæðinn er svo 91,8 m2 og rishæð sem er undir súð er 21,8 m2. Húsið er byggt úr timbri og var byggt árið 1903. 


Jarðhæð:
Gengið er inn austan megin í húsið og er þá komið inn í ágæta forstofu sem er með fatahengi. Inn af forstofunni er þvottahúsherbergi sem hægt er að loka með hurð. Stigi er úr forstofunni og upp á miðhæð eignarinnar. Undir stiga í forstofu er smá geymslupláss. 
Miðhæð:
Miðhæðin er mjög björt og skemmtilegt. Þegar komið er upp stigann er komið inn í smá hol þar sem hægt er að ganga upp í ris eignarinnar. Þegar komið er upp stigann þá er gengið beint að eldhúsi og stofu. Hvort tveggja er mjög rúmgott. Eldhús er með hvítri innréttingu og dökkri borðplötu. Gott rými er fyrir eldhúsborð og er það við fallegan glugga sem er með skemmtilegu útsýni inn í bæinn og niðrá hafnarsvæði. Inn af eldhúsi er stórt búrherbergi sem er með hillum. Stofan er opin er hún bæði með góðu rými fyrir borðstofu og svo sjónvarpsrými. Þrír stórir gluggar, í frönskum stíl eru í stofunni og eru þeir með skemmtilegu útsýni. Hjónaherbergi er einnig á miðhæðinni og er það staðsett við hliðina á baðherbergi. Ganga þarf niður nokkrar tröppur þegar komið er inn á baðherbergi. Það hefur verið endurnýjað að skemmtilegan hátt og er með sturtubaðbaðkari. Baðkarið og veggur við það hefur verið flísalagt með hvítum flísum en dökkar flísar eru á gólfi. Hvít innrétting er einnig á baðkarinu. Parket er á gólfum allrar miðhæðarinnar fyrir utan baðherbergi. 
Rishæð:
Þegar komið er á rishæðina þá er komið inn á hol sem er á milli tveggja herbergja. Tveir þakgluggar eru í holinu. Búið er að mynda gott geymslupláss undir súð í holinu. Herbergin eru bæði undir súð, en engu að síður nokkuð stór og með góðum gólffleti. Gluggar í herbergjum eru franskir líkt og aðrir gluggar í eigninni. 

Almennt séð er um að ræða eign sem hefur verið haldið nokkuð vel við þrátt fyrir að haldið hafi verið í eldri einkenni eignarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430, tölvupóstur [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.