Laugarholt 3 C, 640 Húsavík
54.600.000 Kr.
Raðhús
8 herb.
263 m2
54.600.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1974
Brunabótamat
71.300.000
Fasteignamat
43.800.000

Lögeign kynnir eignina Laugarholt 3 C, Húsavík. Um er að ræða mikið endurnýjað steinsteypt/hlaðið íbúðarhús með tveimur íbúðum. Samtals er eigin skráð 263,6 m2, og er stærri íbúðin u.þ.b. 180 m2 en sú minni u.þ.b. 80 m2. Minni íbúðin er með rekstrarleyfi og hefur því mikla tekjumöguleika, en hún hefur bæði verið í langtímaleigu og einnig nýtt í ferðaþjónustu. 
Glæsilegt útsýni er úr eigninni sem og skjólgóðum bakgarði sem hefur allur nýlega verið tekin í gegn. 


Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum skápum með ljósri viðaráferð. Úr forstofu er gengið inn í þvottahús sem er með hvítri innréttingu og góðu þurrkplássi. Úr forstofu er komið inn á hol þar sem er gengið inn í lítið baðherbergi með sturtu. Svefnherbergi  (geymsla skv. teikningu) er við hliðina á þvottahúsi og gengið inn í það af holinu. Öll gólf á neðri hæð eru með ljósum náttúruflísum fyrir utan svefnherbergi en þar er eikarparket.
Úr holi er gengið upp steyptan stiga sem er parketlagður. 
Efri hæðin 
Rúmgóð stofa með stórum gluggum sem snúa til suðurs og svalahurð út á svalir sem snúa til vesturs. Nýlegt eldhús með svörtum korkflísum á gólfi og hvítri eldhúsinnréttingu frá TAK og granít borðplötu. í eldhúsi er gólfhiti og innfelld lýsing í loftum. Gerður var útgangur úr eldhúsinu þegar það var endurnýjað og settar svalir sem snúa til suðurs út í bakgarðinn. Á herbergisgangi eru hjónaherbergi og tvö rúmgóð barnaherbergi og er hægt að skipta stærra herberginu upp og gera að tveimur herbergjum. Sérsmíðaðir skápar frá Norðurvík eru í báðum herbergjum. Lítið baðherbergi með baðkari er  við hliðina á hjónaherbergi, það er með hvítri innréttingu sem farið er að sjá á en öll tæki ásamt vaski og salerni hafa verið endurnýjuð ásamt því að hiti var settur í gólf og það flísalagt.
Hjónaherbergið er stórt og með sér fataherbergi. Fataherbergið er með innréttingu frá Norðurvík og hvítum korkflísum á gólfi. Stofa gangur og svefnherbergi eru parketlögð með litaðri eik.
Íbúð á neðri hæð:
Gengið er inn um sér inngang undir svölum og snýr hann til vesturs. Lítil forstofa með grábláum náttúruflísum á gólfi og fatahengi. Úr forstofu er gengið inn í stofuna sem er ágætlega stór og með ljósu plastparketi. Úr stofu er gengið inn á baðherbergi með sturtu og þar er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Lítil hvít innrétting frá Byko. Inn af stofu er lítil geymsla. Eitt þrep er niður í eldhúsið sem er með nýrri innréttingu frá Norðurvík. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og er gengið inn í þau úr eldhúsi. Snýr annað til norðurs en hitt út í garðinn til suðurs. Stærra herbergið er með hvítum fataskáp. Ljóst plastparket er á öllum gólfum fyrir utan forstofu og baðherbergi. 

Annað:
- Núverandi eigendur hafa endurnýjað alla eignina að mestu leiti ásamt lóð.
- Skipt hefur verið um allt gler.
- Skipt hefur verið um alla glugga nema stofuglugga sem snúa til suðurs.
- Skipt hefur verið um allar útihurðir
- Skipt hefur verið um allar innihurðir
- Öll gólfefni á báðum íbúðum hafa verið endurnýjuð
- Ný eldhús í báðum íbúðum
- Norður og vesturhliðar hússins voru einangraðar og klæddar með lituðum trefjamúr
- Aðkeyrsla er malbikuð og bílaplan hellulagt með hitakerfi undir og hellulagður sólpallur þaðan sem er einstakt útsýni yfir Skjálfandafljóa. Sólpallur og blómaker ásamt bílaplani var hannað af Mannvit og Garðvík.
- Frárennsli var endurnýjað þegar plan var hellulagt.
- Bakgarður hefur allur verið tekinn í gegn og þar er stór steypt verönd ásamt 9 fm. garðhýsi.
- Neysluvatnslagnir hafa verið endurnýjaðar að stórum hluta og er forhitari í húsinu.
- Þak og þakkantur er upprunalegt en hefur verið vel viðhaldið og var málað sumarið 2019
- Mikið og fallegt útsýni er úr húsinu

Seljendur tilbúnir að skoða að taka minni eign upp í

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lfs. í síma 865-7430 ([email protected]).

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.