Skólagarður 12, 640 Húsavík
Tilboð
Einbýli
5 herb.
170 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1963
Brunabótamat
50.550.000
Fasteignamat
32.950.000

Lögeign kynnir eignina Skólagarður 12, 640 Húsavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-3242 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Skólagarður 12 er einbýlishús á tveimur hæðum og er  birt stærð hússins 170.6 fm. Húsið er sérlega vel staðsett með grunnskólann hinum megin við götuna, framhaldsskólinn og íþróttahúsið  þar við hliðina og einungis nokkra mínútna ganga yfir á leikskólann.


Nánari lýsing eignar:
Neðri hæð
Komið er inn í litla forstofu með fatahengi og flísum á gólfi. Inn af forstofu er sjónvarpshol með parketi á gólfi, þar er stigi sem liggur upp á efri hæðina. Úr holinu er gengið til vinstri inn í eldhúsið þar sem er ágæt innrétting spónklædd með kirsuberjavið. Flísar á gólfi og milli efri og neðri skápa. Lítið búr er innaf eldhúsi.
Úr eldhúsi er gengið inn í rúmgott þvottahús þar sem er útgönguhurð sem snýr til norðausturs. Í þvottahúsi er hvít innrétting þar sem er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa snúa til suðurs og vesturs og eru með góðum gluggum og parketi á gólfi. Innaf stofunni er svefnherbergi með plastparketi á gólfi.
Gestasalerni er á jarðhæðinni við hliðina á aðalinngangi hússins. Þar er dúkur á gólfi, salerni og lítill vaskur.
Efri hæð
Hæðin skiptist í 4 svefnherbergi og baðherbergi. Svefnherbergin eru öll með parketi á gólfi og er góður fataskápur í hjónaherbergi.  Herbergisgangur er með gólfdúk og þaðan er hægt að komast upp á geymsluloft. 
Baðherbergi er með eldri innréttingu og gólfdúk. Baðkar með sturtu, salerni og handlaug. Gengið er út á steyptar svalir af herbergisgangi sem snúa til suðvesturs.

Aðrar upplýsingar um eign:
Húsið er nýklætt að utan með granit og hvítri Canexel viðarklæðningu frá Þ.Þorgrímssyni & Co.
Eignin getur verið fljótlega laus til afhendingar.

Nánari upplýsingar veita Hermann Aðalgeirsson lfs, í síma 865-7430, tölvupóstur [email protected] og Bergþóra Höskuldsdóttir í síma 845-0671, [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.