Árgata 6, 640 Húsavík
43.000.000 Kr.
Einbýli
3 herb.
153 m2
43.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1907
Brunabótamat
52.150.000
Fasteignamat
32.650.000

Lögeign kynnir eignina Árgötu 6, Húsavík.

Árgata 6 er eitt af glæsilegri húsum bæjarins. Húsið er upprunalega byggt upp úr aldamótum 1900 og á sér því langa sögu. Húsið var allt endurnýjað 2005 - 2006 ásamt því að byggt var við húsið forstofa, sólskáli og bílskúr og er skráð stærð 153.2 fm. Því til viðbótar er svo kjallari undir húsinu sem ekki skráður í heildarfermetrafjölda.
Sannarlega einstök eign og sérlega vel staðsett.


Nánari lýsing eignar:
Gengið er inn í forstofu á vesturhlið hússins, forstofan er stór og rúmgóð með flísum á gólfi og stórum sérsmíðuðum skápum. Hiti er í gólfi.
Úr forstofu er gengið inn í stofuna sem er miðjan í húsinu. Stofan er parketlögð.
Úr stofunni er gengið 2 þrep niður í sólstofuna sem er hringlaga og með góðu útsýni yfir miðbæinn. Sólstofan er flísalögð og er hiti í gólfi.
Baðherbergið er með stórum sturuklefa og fallegri viðarinnréttingu. Flísar eru á gólfi.
Eldhúsið var endurnýjað fyrir 7 árum og er vel nýtt út úr plássinu. Gluggar snúa til austurs og suðurs og er falleg innrétting frá Tak innréttingum. Flísar eru á gólfi og milli efri og neðri skápa.
Efri hæðin er skemmtileg með uppteknum loftum. þar eru tvö rými og er annað þeirra stórt hjónaherbergi með litlu fataherbergi innaf. Hjónaherbergið er einnig með sérsmíðuðum fataskáp úr eik.
Gengið er út á fallegar svalir yfir forstofunni með góðu útsýni til suðurs og vesturs.
Bílskúr er sérlega stór og með stimplaðri steypu á gólfi. Hiti er bæði í gólfi bílskúrs ásamt bílaplani sem einnig er steypt og stimplað. Milliloft er yfir hluta af bílskúrnum og rafdrifin innkeyrsluhurð.
Fallegur bakgarður með góðum sólpöllum sem gengið er út á úr sólstofu og er öll lóðin afgirt með hvítri viðargirðingu.
Upphituð stétt er fyrir framan húsið.

Annað:
Núverandi eigandi endurnýjaði alla eignina og var öll sú vinna unnin af fagmönnum ásamt öllu viðhaldi síðan þá. 
Innra og ytra birði hússins hefur því verið endurnýjað, allar lagnir og dren ásamt öllum innréttingum.
Kjallari er undir öllu húsinu og er hann nýttur sem þvottahús og geymsla í dag. Þar er vatnsinntak og lagnagrind en forhitari er á neysluvatni.
Innfelld lýsing er í þakskeggi.

Nánari upplýsingar veita Hermann Aðalgeirsson lfs, í síma 865-7430, tölvupóstur [email protected] og Bergþóra Höskuldsdóttir í síma 845-0671, [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.