Héðinsbraut 3, 640 Húsavík
22.000.000 Kr.
Atvinnuhús
0 herb.
287 m2
22.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1907
Brunabótamat
84.450.000
Fasteignamat
19.270.000

Lögeign fasteignasala kynnir Héðinsbraut 3A (Hlöðufell).
Nánar tiltekið er um að ræða eign sem byggð var árið 1907 og er á þremur hæðum, samtals 287,9 m2. Húsið er sérstaklega vel staðsett og stendur á 762 m2 lóð í miðbæ Húsavíkur. Á lóð norðan við núverandi byggingu er heimilt reisa viðbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara, að grunnfleti 288 m2 og samtals á þremur hæðum 550 m2. Lóðin og gamla húsið bjóða upp á ýmsa möguleika til uppbyggingar. Á þeim hluta lóðarinnar er nú bílastæði sem tilheyrir eigninni. 


Komið er inn í andyri frá aðalgötu bæjarins og þaðan gengið upp í sal sem skipt hefur verið upp með léttum veggjum til sýningarhalds. Efra loft er yfir helmingi hússins og er þar útgengi út á svalir sem snúa að aðalgötu og kjallari undir öllu húsinu sem skiptist í 6 rými. Elsti hluti hússins er byggður árið 1907 og var byggt við það þrisvar og það endurnýjað alveg árið 1962. Í gegnum langa sögu hússins hafa þar verið reknar verslanir, þar hefur verið félagsheimili, veitingastaður og tvisvar hafa þar verið söfn. Eignin hefur því mikla notkunarmöguleika og byggingarreitur norðan við húsið eykur enn frekar við mögulega notkun.
Eignin skiptist nánar tiltekið í kjallara að stærð 108,8 m2, miðhæð sem er skráð 152,4 m2 og efri hæð sem er 26,7 m2.

Húsið er laust til afhendingar.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.